Nánari upplýsingar

Rafrænu skilríkin sem búin eru til á SIM kortinu sem er í farsíma notandans eru ný og einfaldari leið til þess að nota rafræn skilríki. Ekki er lengur þörf á að vera með kortalesarann tengdan með USB snúru við tölvuna og lítil hætta er á því að þú gleymir debetkortinu í lesaranum þegar þú ferð heim að loknum vinnudegi.
Hér fyrir neðan er umsóknarferlið rakið ítarlega í skrefum:

Skrefin í umsóknarfelinu

Undirbúningur

Farsíminn þarf að hafa SIM kort sem styður skilríkin og hér til hægri getur þú slegið inn símanúmer þitt og kannað hvort þitt SIM kort virkar. Ef ekki þarftu að hafa samband við þinn þjónustuaðila.

Umsókn um skilríki

Til að hefja umsóknarferlið þarftu að skrá þig inn á vefinn hjá okkur með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur ekki sótt áður um skilríki á SIM kort hefst umsóknarferlið sjálfkrafa eftir innskráningu. Annars þarft þú að smella á hnappinn "Sækja um".
Þú byrjar á að ákveða á hvaða farsíma skilríkin eiga að fara. Kerfið kannar þá hvort SIM kortið sé af réttu tagi. Ef svo er ekki er hætt við umsókn. Þá geturðu komið og reynt aftur þegar þú hefur fengið nýtt SIM kort hjá þínum þjóunustuaðila.

Samningur

Ef SIM kortið reynist í lagi er þér birtur samningur um útgáfu og notkun skilríkjanna sem þú undirritar rafrænt. Að loknu umsóknarferlinu getur þú nálgast samninginn og vistað á tölvuna þína. Skoða samning (pdf)

Skilríki búin til

Eftir að þú hefur undirritað samninginn flyturðu ferlið yfir á farsímann þinn. Á tölvuskjánum birtist virkjunarkóði (PoP) sem þú slærð inn á farsímaskjáinn þegar þú ert beðin um það. Þú munt ekki þurfa að nota virkjunarkóðann aftur og þarft því ekki að varðveita hann. Því næst opnast gluggar á símanum einn af öðrum þar sem þú velur þér PIN númer fyrir skilríkin og staðfestir PIN númerið. Þetta PIN númer þarftu að muna því þú munt þurfa að slá það inn í hvert sinn sem þú notar skilríkin. Að endingu þarft þú að prófa skilríkin í símanum til að tryggja allt hafi tekist.

Innskráning

Sækja um skilríki

Ef þú ert nú þegar með virk rafræn skilríki á korti við hendina og SIM kort í símanum þínum sem styður rafræn skilríki er ekkert sem hindrar að hefja umsóknarferlið.

Sækja um

Með rétt SIM kort?

Það þarf sérstakt SIM kort fyrir nýju rafrænu skilríkin. Kannaðu þitt SIM kort.

Kanna SIM

Með skilríki á síma

Búin að klára umsóknina? Komin með skilríki í farsímann eða spjaldtölvuna? Prófaðu hvernig þau virka.

Prófa skilríki

Hafa samband

Vantar þig meiri aðstoð, upplýsingar eða viltu bara skjóta á okkur línu og segja okkur hvað þér finnst? Hafðu samband.

Hafa samband

Hafðu samband:

Þjónustuver
530 0000
Skrifstofa
580 6400
Tölvupóstur
Skilaboð
Auðkenni | Borgartúni 31 | 105 Reykjavík | audkenni@audkenni.is